Valseðill
Karfa 0

Nánar um G&G og Ninestar

Einn stærsti blek- og tónerframleiðandi í heimi er Ninestar en fyrirtækið var stofnað árið 2000. Verksmiðjan er staðsett í Zhuhai héraði í Kína og er um 450.000 fermetrar að flatarmáli. Ninestar hefur byggt upp lítið þorp þar sem rúmlega 7500 starfsmenn og fjölskyldur þeirra lifa og starfa.

Til að þjónusta dreifiaðila sína sem best þá hefur Ninestar sett upp vöruhús í Hollandi, Bandaríkjunum, Sviss og Japan. Dreifiaðilar að blek- og tónerhylkjum Ninestar eru í yfir 100 löndum um allan heim. Talið er að um 200 milljón manns noti vörur fyrirtækisins daglega.

Allt frá árinu 2001 hefur Ninestar sérhæft sig í framleiðslu á hágæða bleki og á fjölda einkaleyfa í framleiðsluferlinu. Ninestar framleiðir m.a. blek fyrir bleksprautuprentara, skiltagerðaprentara, latex blek og Eco-solvent blek.

Ninestar hefur í samstarfi við Tækniháskólann í Dalian í Kína fundið upp pigment blek sem gefur ljósmyndum endingu í yfir 100 ár.  Einkaleyfi Ninestar á framleiðslunni hefur leitt til þess að fyrirtækið er í dag eini framleiðandi samheita blekhylkja sem býður blek með þessari endingu.

Gæðablek Ninestar hlaut nafnið G&G og er Keisaramörgæsin notuð sem tákn bleksins, m.a. vegna þeirra umhverfisvottana sem framleiðsla Ninestar hefur hlotið. 

Prentvörur eru umboðsaðili Ninestar á Íslandi og tökum við inn vörur frá vöruhúsi þeirra í Hollandi. Við erum með yfir 100 tegundir af blek- og tónerhylkjum á lager frá Ninestar. Ef við eigum ekki ákveðnar tegundir til þá eru sérpantanir 5-10 daga að berast okkur.