Valseðill
Karfa 0

Prentvaktin

Fyrirtæki fylgjast lítið með þeim hulda kostnaði sem fellur til vegna prentumhverfis þeirra. Hugbúnaður til að halda þessum kostnaði niðri hefur hingað til verið dýr og aðeins á færi stærri fyrirtækja að innleiða hann. Til að hækka þjónsutustigið hafa Prentvörur nú tekið í notkun lausn sem nefnist PrentVaktin. Lausnin veitir á einfaldan hátt yfirlit yfir notkun starfsmanna á prentumhverfinu og lágmarkar umsýslu þess, meðal annars með því að gera innkaup á rekstrarvörum sjálfvirka.

Prentvaktin mælir stöðu bleks og tóners í nettengdum prenturum og sendir til miðlara. Viðskiptavinir hafa aðgang að mælaborði sem sýnir stöðuna á öllum prenturum fyrirtækisins. Prentvörur sjá svo um allt eftirlit, pantanir og afgreiðslu þeirra. Tökum sem dæmi litaprentara, um leið og svarta tónerhylkið er komið í 40% þá getur myndast sjálfkrafa pöntun ef kerfið er stillt þannig og tónerhylkið er sent til viðskiptavinar. 

Minni og meðalstór fyrirtæki fá sendan tóner tvisvar sinnum í mánuði og stærri fyrirtæki þrisvar til fjórum sinnum, allt eftir umfangi og fjölda prentara, hér má sjá mánaðargjöldin: 

Með aðild að PrentVaktinni tryggja fyrirtæki sér 15% afslátt á öllum tóner og blekhylkjum sem ekki eru þegar á tilboði. Smelltu hér til að skoða verðlista okkar á tónerhylkjum. 

Prófaðu sýnishorn af PrentVaktinni með því að smella á INNSKRÁNING hér að ofan, notandanafnið er guest@prentvorur.is og lykilorðið er 12345. 

Þú sækir um PrentVaktina fyrir þitt fyrirtæki með því að fylla út umsókn hér

Smelltu hér til að niðurhala kynningu á PrentVaktinni.

Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn Prentvara ehf. í síma 553 4000 eða vaktin@prentvorur.is