Valseðill
Karfa 0

Prentleigan

 

Prentleiga Prentvara er þjónusta fyrir fyrirtæki og stofnanir sem hafa hug á að hagræða í rekstri á prenturum sínum. Þjónustan er einföld og þægileg og byggir á eftirfarandi liðum:

 1. Þjónustusamningur
  • Samningurinn innifelur þann kostnað sem fellur til hjá seljanda vegna uppsetningar á búnaði og viðhaldi hans. Auk þess innifelur þjónustusamningur flutningskostnað á vörum til viðskiptavinar ásamt ferðakostnaði.
 2. Prentvaktin
  • Prentvaktin er vefþjónusta sem veitir á einfaldan hátt yfirlit um notkun og stöðu á prenturum. Þjónustan sér til þess að ekki þarf að viðhalda varabirgðum á tóner og opnar fyrir sjálfvirkar pantanir á tónerum.
 3. Þjónusta sniðin að þörfum fyrirtækisins
  • Prentvörur nýta upplýsingar frá Prentvaktinni til að spá betur fyrir um notkun prentara hjá viðskiptavinum. Með upplýsingum úr Prentvaktinni er hægt að lágmarka fjárbindingu í lager, sja´til þess að réttir prentarar séu á réttum stað og lækka flutningskostnað.
 4. Reglulegt endurmat
  • Með reglulegu millibili er prentnotkun fyrirtækisins endurmetin og þannig tryggt að ekki sé verið að greiða meira en þörf er hverju sinni.

Með aðild að Prentleigunni tryggja fyrirtæki sér 15% afslátt á pappír, ritföngum og skrifstofuvélum hjá Prentvörum sem ekki eru þá þegar á sérstöku tilboðsverði.

Hér að ofan er aðeins dæmi um þær lausnir sem við bjóðum í Prentleigunni. Hafðu samband og við finnum réttu lausnina fyrir þitt fyrirtæki.

Allar upplýsingar um Prentleiguna veita starfsmenn Prentvara ehf. í síma 553 4000 eða sala@prentvorur.is