Valseðill
Karfa 0

Tegundir blek- og tónerhylkja hjá Prentvörum

Prentvörur flytja inn og selja þrennskonar blek fyrir þessa prentara: Ódýrt ómerkt blek, G&G blek og svo Canon original blek. 

Samheita tónerhylki eru ný tónerhylki hönnuð til að virka á sama hátt og tónerhylki frá upprunanlegum framleiðanda. Margir framleiðendur framleiða vistvæn/samheita tónerhylki og eru þau misjöfn af gæðum. Prentvörur kaupa öll sín samhæfðu blekhylki beint úr vöruhúsi framleiðanda sem hafa uppfyllt skilyrði um gæði vöru.

Ódýr samheitahylki ("no-brand")

No-brand er notað þegar vörur eru ekki merktar með ákveðnu vörumerki. Þessar vörur eru oftast mun ódýrari en þær vörur sem eru með vörumerki. Ekki er hægt að rekja vörurnar til ákveðinna framleiðenda þannig að gæðin á þessum vörum eru misjöfn. Prentvörur kaupa öll ómerkt hylki af stórum dreifingaraðila í Evrópu sem sér um innkaup frá fjölda framleiðenda. Yfir tvö þúsund fyrirtæki eins og Prentvörur kaupa ómerkt hylki frá þessum dreifingaraðila það tryggir ábyrg innkaup hans og gæðaeftirlit.

G&G hágæða hylki

G&G blek- og tónerhylki eru hágæða hylki sem gefa gæðum upprunanlegra framleiðenda ekkert eftir. Strangt gæðaeftirlit og öflugt þróunarsvið hefur gert G&G blekið að leiðandi vörumerki í samheita- og endurgerðum prenthylkjum. 

Bili tæki sem er í ábyrgð og hægt er að rekja bilunina til bleks frá G&G þá tekur G&G við ábyrgðinni á prentaranum þínum.

Hylki frá upprunanlegum framleiðendum.

Prentaraframleiðendur framleiða einnig prenthylki fyrir prentarana sína, oftar en ekki eru þessi hylki mjög dýr og kostar eitt sett í sumum tilfellum jafn mikið ef ekki meira en nýr prentari.

Mikil gæði eru í hylkjum frá upprunanlegum framleiðendum enda eru rekstrarvörurnar þróaðar samhliða prenturunum.