Valseðill
Karfa 0

Hvar kaupir þú blekhylki?

Mjög margir sem versla hjá okkur í fyrsta sinn spyrja ,,af hverju vissi ég ekki af ykkur fyrr?''. Nú veist þú af okkur. Undanfarin sjö ár höfum við einbeitt okkur í innflutningi og sölu prenthylkja, prentara og ritfanga og við erum orðin mjög góð í þessum bransa.

Hafir þú verið að kaupa blekhylki í prentarann þinn frá upprunanlegum framleiðanda eins og Canon, HP eða Epson þá getur þú hæglega sparað meira en allt að 50% með því að versla samheitahylki hjá okkur.

G&G - nýtt, betra blek

Prentvörur eru með einkaumboð hér á landi fyrir blek og tóner frá Ninestar Image Tech Limided ink Factory. Allt frá árinu 2001 hefur Ninestar sérhæft sig í framleiðslu á hágæði bleki og á fjölda einkaleyfa í blek- og tónerframleiðslu.

Blekið frá Ninestar er notað í yfir 70 löndum og nú hefur Ísland bæst í hópinn.Ninestar hefur í samstarfi við Tækniháskólann í Dalian í Kína fundið upp pigment blek sem gefur ljósmyndum endingu í yfir 100 ár.  Í dag er Ninestar eini framleiðandi samheita blekhylkja sem framleiðir blek með þessari endingu.

100% ÁBYRGÐ

Samkvæmt ábyrgðarskilmálum prentaraframleiðenda og alþjóðalögum fellur ábyrgð prentara ekki úr gildi við notkun endurnýttra eða samhæfðra prenthylkja nema rekja megi bilun til notkun á þeim hylkjum (sjá góða grein hér).

Bili tæki eða eyðileggjst sem rekja má til notkunar samheita prenthylkja frá Prentvörum munu Prentvörur bæta þau tæki, séu þau enn í ábyrgð.

100% GÆÐI

Öll G&G blekhylki sem Prentvörur selja frá Ninestar uppfylla strangar kröfur um gæði vöru. DIN33870. Þessir staðlar tryggja gæði vörunar sem og endingu ásamt hámarksgæðum á útprentunum.

Kíktu í verslun okkar að Skútuvogi 11 (móti Húsasmiðjunni og Blómaval) eða verslaðu hér á vefnum og við sendum þér vörurnar samdægurs. 

 

Vertu velkomin(n) í viðskipti.

Jón Sigurðsson
Framkvæmdastjóri