Valseðill
Karfa 0

Ábyrgð á hylkjum

Öll tóner- og blekhylki sem við seljum eru með 90 daga ábyrgð, ef svo ólíklega vill til að hylki virkar ekki í samræmi við lýsingu er því skipt út eða einfaldlega endurgreitt. 

Prentvörur ehf. áskilur sér rétt til að yfirfara vöru komi upp grunur um galla og þarf kaupandi að sýna fram á galla vöru með útprentun þar sem fram koma upplýsingar um notkun prentara til þessa eða koma með tækið til Prentvara, ásamt sölureikningi.

Það er beggja ávinningur að bæði prentarar viðskiptavina og hylkin frá okkur séu í 100% lagi, þannig spara viðskiptavinir okkar og við það skapast farsælt viðskiptasamband.