Valseðill
Karfa 0

TOD - Toner On Demand

Fyrirtæki fylgjast lítið með þeim dulda kostnaði sem fellur til vegna prentumhverfis þeirra. Hugbúnaður til að halda þessum kostnaði niðri hefur hingað til verið dýr og aðeins á færi stærri fyrirtækja að innleiða hann.  Prentvörur hafa nú tekið í notkun hugbúnaðarlausn sem nefnist Netorbiter sem við köllum einfaldlega TOD.

  • TOD eykur rekstraröryggi því þú verður aldrei tónerlaus.
  • TOD viðskiptavinir njóta betri kjara hjá Prentvörum.
  • Með TOD færðu betra yfirlit yfir notkun starfsmanna á hverjum prentara fyrir sig.
  • TOD eykur skilvirkni því starfsmaður þarf t.d. ekki að sækja tónerinn til okkar og prentarinn verður ekki tónerlaus.

Lausnin veitir á einfaldan hátt yfirlit yfir nettengda prentara fyrirtækja og lágmarkar umsýslu þeirra með því t.d. að gera innkaup á rekstrarvörum sjálfvirka. TOD mælir stöðu á tónerum í öllum nettengdum prenturum og sendir til Prentvara ehf. Viðskiptavinir hafa aðgang að mælaborði sem sýnir stöðuna prenturunum og Prentvörur sjá svo um allt eftirlit, pantanir og afgreiðslu þeirra. 

Tökum sem dæmi litaprentara, um leið og svarta tónerhylkið er komið í 30% þá getur myndast sjálfkrafa pöntun ef kerfið er stillt þannig og tónerhylkið er sent til viðskiptavinar. 

Með aðild að TOD tryggja fyrirtæki sér 10% afslátt á öllum tóner og blekhylkjum sem ekki eru nú þegar á tilboði. Til að finna hylki og verð þeirra hjá okkur settu inn númer prentarans eða hylkisins sem þú leitar að í gula reitin hér að ofan. Til dæmis: Canon MG5150, Epson SX235W eða HP P1102w. Ef þú finnur ekki hylkin, hringdu í okkur í síma 553 4000 eða sendu okkur tölvupóst á sala@prentvorur.is við eigum hylki í flesta prentara.

Prófaðu sýnishorn af TOD með því að smella á myndina hér að ofan, notandanafnið er guest@netorbiter.com og lykilorðið er 12345. Ef þú telur ávinning fyrir þitt fyrirtæki að setja upp TOD lausnina hafðu þá samband við okkur í síma 553 4000 eða sendu tölvupóst á sala@prentvorur.is.